Annáll 2007
4.1.2008 | 09:25
Ég hélt að ég myndi ekki eftir miklu sem gerðist á þessu ári en það er greinilegt að það er fljótt að rifjast upp hehe.
Ég náði meiraprófinu í byrjun ársins þannig að nú má mín keyra vörubíl og ég stóð mig vel í prófinu. Mjög sátt með það!!!
Skráði mig svo í kvöldskóla í FB og náði þessum 3 fögum sem ég tók í vorprófunum.
Fór í afmælis-sumarbústaðaferð með Sunnu og þar var svakafjör og mega flottur bústaður. Bakaði köku þar en hún varð smá slys en rosa góð samt sem áður hehe.
Fór í jeppaferð með pabba og nokkrum úr Utanvinafélaginu 4x4 og sú ferð var bara ævintýri út í eitt. Lentum í miklum krapa þannig að þær voru ófáar festurnar þar og ein þeirra stóð yfir í nokkra tíma. Pabbi varð að vaða útí krappann og það var víst nokkuð mikið kalt, til að ná að setja reipi í bílinn og svo varð næsti bíll að kippa í okkur o.s.frv. Við vorum 7 tíma að komast 23 km. í þeirri ferð.
Fór í 3 fermingar og ein þeirra var norður í land í Hrísey hjá Dísu Rún.
Keypti mér rosa flotta digital myndavél :P hehe og nú get ég skemmt mér við að taka myndir (þarf samt að læra aðeins betur á hana)
Eldur kom upp í kjallaríbúðinni fyrir neðan okkur og stigagangurinn fullur af reyk, við hringdum í 112 og létum íbúendur vita.
Skrapp austur á Egilsstaði á kirkjugarðsráðstefnu þar var svakafjör fyrir utan fundinn hehe en hann var stuttur miðað við hvað hann er venjulega svo var farið í ferð í aðrennslisgöng 1. fyrir Kárahnjúka og þetta er svaka stórt.
Við tók sumarvinnan eftir þessa ferð og var alveg brjálað að gera enda tók ég ekkert frí nema 2 daga til að skreppa út til Glasgow með Birnu í smá verslunarleiðangur hehe og smá afslöppun þó svo að hún hafa ekki verið mikil í öllum þessum verslunum hehe
Kolla vinkona eignaðist litla prinsessu sem heitir Sara Margrét og ég skrapp nokkrum sinnum upp í sumarbústað og tók þá Sigurð Jóhann og Jón Arnór með.
Við krakkarnir í vinnunni fórum út að borða á Rauðará eins og venjulega og var maturinn alveg meiriháttar og svaka gaman, skrapp svo á Papaball eftir matinn með Birnu og skemmtum við okkur ekkert smá mikið.
Tók smá frí frá jólaprófalestri og fór í jeppaferð í Þórsmörk í byrjun des. og þar var að sjálfsögðu fjör eins og alltaf.
Náði jólaprófunum og var svo bara að undirbúa jólin og slappa af um hátíðarnar.
Ég ætla að láta þetta gott heita núna
Heyrumst síðar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.