Up-date
10.12.2007 | 22:12
Skrapp í Þórsmörk á laugardaginn með Útivist alveg meiriháttar gaman. Við pabbi tókum Jón Arnór með okkur og hann skemmti sér mjög vel hann var samt ekki alveg sáttur við útikamarinn ekkert voða góð lykt þar inni Þannig að hápunktar hans voru að fá að vaka lengur og taka þátt í kvöldvökunni og pissa úti í frostinu hehe Hann var orðinn mjög þreyttur og stjarfur um kvöldið hehe þannig að hann alveg steinsofnaði þegar hann kom upp í koju.
Í gær þegar við komum úr Þórsmörk var ferðinni heitið á Selfoss í skírn hjá frænda mínum og svo lá leiðin í bæinn og ég beint að byrja að læra undir próf og var að læra undir próf í dag. Ég var dáldið mikið pirruð í dag í vinnunni því síminn gerði ekkert annað en að hringja og svo kom tölvukall að stilla snertiskjáinn hjá okkur og svo bara alltaf einhver truflun þannig að ég sagði við pabba klukkan 3 í dag að ég væri farin heim því ég væri orðin dáldið mikið pirruð og þreytt á þessu.
Prófið gekk alveg ágætlega þangað til annað kemur í ljós og svo á fimmtudaginn er síðasta prófið mitt sem er saga þannig að klukkan 21:45 verð ég komin í jólafrí og get farið að gera það sem ég þarf að gera fyrir jólin eins og að klára að kaupa jólagjafir og þrífa íbúðina og kannski næ ég kannski að föndra nokkur jólakört ef ég er dugleg.
Jæja kominn tími á að byrja að læra undir sögu það gefst ekki mikill tími til að læra undir það á morgunn í vinnunni ég reyni að koma inn myndum úr Þórsmörk í vikunni
Heyrumst blæblæ
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.