Daltonbræður bara geggjaðir
18.11.2007 | 16:31
Ég sem sagt skellti mér á Players í gær á Dalton og má sko segja að þeir hafi haldið stemmingunni vel upp, þetta var alveg meiriháttar gaman. Tókum dansinn Hókí pókí sem ég hef ekki dansað síðan ég var litil og skemmtum okkur alveg konunglega
en já kvöldið byrjaði á því að við Birna fórum í pool sem var alveg meiri háttar gaman höfum ekki farið í pool síðan við vorum í Glasgow í sumar þannig að það var alveg kominn tími til svo náttúrulega fóru Dalton að spila og við dönsuðum og dönsuðum og bara dönsuðum enn meira
þannig að ég mæli með að fólk fari að sjá þá að balli. Við komum heim um hálf fjögur alveg búnar í löppunum og nú í dag er ég að farast í harðsperrum í lærunum
hehe
Athugasemdir
Þekki þig ekki neitt en rakst samt einhversstaðar á bloggið þitt og ég get ekki neitað því að þetta er alveg hin mesta skemmtun og mér finnst bara eins og heimurinn eigi að snúast um þig. Gallup hver hefur ekki lent í þessu, bara láta þetta sem vind um eyru þjóta, eða fá sér númerabirti og SLEPPA ÞVÍ AÐ SVARA. Hver hefur ekki gert það.
Meiraprófsbílstjórar, sumir hverjir eru algjörir dónar en ekki allir, þekki þessa stétt nokkuð vel. Hvað með það þótt hann hafi ekki farið strax yfir, hefur þú aldrei þurft að taka framúr á hægri akrein, þótt bíllinn hafi ekki verið stór? Kippi mér ekki mikið upp við þetta, eða ert þú ein af þessum sem að er mjög pirruð í umferðinni og vilt komast eins hratt áfram og hægt er? Það munar kannski bara 5 min ;) Kurteisi og þolinmæði hefur ekki drepið neinn hingað til.
Heldur þú virkilega að það verði setta hraðbraut inn í Þórsmörk, er ekkert "comon sence" í hausnum á þér!!!
Hefur þú aldrei flautað eða blikkað bíl sem er á undan þér í umferðinni? Hvernig væri að líta í eigin barm áður en þú missir þig yfir einhverju svona, það hafa allir lent í svona veseni í umferðinni og láta það ekki fara í taugarnar á sér. Ég horfði fram á það um daginn að það var bíll sem ætlaði að troða sér á milli tveggja bíla sem voru utarlega á sitt hvorri akreininni. Hann var kominn aðeins á milli þeirra þegar hann hætti við...
Farast úr harðsperrum eftir að hafa dansað! Halló heimur ertu ekki í neinu formi kona? Maður fær ekki harðsperrur eftir að hafa dansað eins og brjálæðingur, ég slepp við það eftir djamm.
Nafnlaus (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 22:46
Fyrirgefðu en er þetta ekki mín síða og má ég ekki segja það sem mér finnst er ekki ritfrelsi hér á Íslandi og það segir mér enginn hvað ég má og hvað ég má ekki skrifa.
Þú skalt bara halda þínum skoðunum út af fyrir þig og fáðu þér þína eigin síðu ef þú ætlar að vera að kvarta yfir einhverju sem aðrir eru að skrifa á sínum síðum.
Það er greinilegt að þú hefur ekkert annað að gera en að setja út á aðra.
Jóhanna (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 09:00
HAHAHAHA...talandi um að missa sig *hóst* hver er að missa sig í commentunum...hmmm??
Smill (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 14:17
Vá hvað þessi má aðeins gæta hvað hann/hún segjir á annara manna síðum. Finnst þetta nú bara verða soldið ókurteist. Jæja ekki fást um það. Mikið langar mig að koma með ykkur einhvern daginn á Dalton. Er að farast hérna að hanga svona mikið heima með litla engilinn minn.
Kolbrún Margrét Finnsdóttir, 20.11.2007 kl. 22:09
Hahaha ég hló ekkert smá yfir þessu undarlega commenti!!! Sumir eiga sér ekkert líf! En já, þetta var megastuð á Dalton og ég var sko heldur betur aum í fótunum líka! Að dansa hókípókí og höfuð, herðar, hné og tær á geðveikum hraða tekur á ;) Og Kolla, þú bara SEGIR Pétri að vera með Söru næst þegar þeir eru að spila hérna í bænum og kemur með okkur! ;) Það er LÖNGU KOMINN TÍMI Á að þú farir út að skemmta þér! ;)
Birna (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 22:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.