Meiraprófsbílstjórar!!!
14.11.2007 | 23:10
Hvað er málið með suma meiraprófsbílstjóra og keyra á vinstri akrein og komast ekkert áfram?
Ég tek það fram ég sjálf er með meirabílprófið og tók það á seinasta ári þannig að ég ætti alveg að muna ýmislegt úr skólanum. En já áfram með sögu.... ég var sem sagt á leið til vinkonu minnar eitt kvöldið og er að keyra suður í Hafnarfjörð og er rétt hjá Kaplakrika. Það er trailer fyrir framan mig á hægri akrein og ég er á vinstri akrein svo ákveður hann að taka framúr bílnum fyrir framan sig en nei nei hann getur ekki einu sinni drullast framúr honum og farið aftur inn á hægri akrein heldur keyrir hann var á vinstri akrein sem gerir það að verkum að ég þarf að taka framúr honum á hægri akrein. Svo þegar við erum búin að beygja á ljósunum hjá Kaplakrika þá svínar hann fyrir jeppa sem er næstum við hliðina á honum og minnstu munar að það verður árekstur.
Ég man að ég lærði að þegar maður er að keyra svona stóra bíla þá eigi maður ekkert að vera að flýta sér þú kemur á áfangastað kannski 5 mínútum seinna og maður eigi að keyra á hægri akrein nema að maður þurfi að skipta um akrein til þess að komast á afrein til vinstri en þá bara fara tímanlega þangað yfir en það var ekki málið með þennan trukkabílstjóra eða þá að bíllinn fyrir framan mann komist hreinlega ekkert úr sporunum.
Flestir þessir bílsjórar eru mjög tillitsamir en svo eru sumir sem eyðileggja þetta fyrir þeim en svo eru líka venjulegir bílstjórar sem mættu líka alveg passa sig og sýna smá tilllitsemi gagnvart trukkabílstjórunum þegar þeir eru að vinna sína vinnu þar sem mikil umferð er
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.