Svefn, draumar og kvef

Svefninn minn er búinn að vera eitthvað skrýtinn, veit samt ekki af hverju að vísu svaf ég vel í nótt en þar síðustu nætur var svefninn eitthvað skringilegur og þar að auki dreymdi mig ýmislegt á spænsku, ég meina hvað er málið? Pinch Það mætti halda að ég væri með spænsku á heilanum. Mig hefur að vísu áður dreymt fög í skólanum svona eins og stærðfræði og sögu Grin en það er bara daginn fyrir próf og ég er sko ekkert að fara í próf strax í spænsku. Vitleysan sem maður getur stundum dreymt en samt meikar það alveg sens í draumnum Cool

Svo er mín bara stútfull af kvefi og það er að gera mig brjálaða, ég get ekki andað með nefinu nema að vera með nefsprey og svo er bara Niagrafalls ásamt Gullfossi í nefinu og þar að auki lekur úr augunum líka svo er ég á þessu skeiði þar sem ég þarf að hnerra en get það ekki, ekkert smá pirrandi!!! Fór í tíma í gær og úff það fór heill tissjúpakki fyrir nefið á mér. Langaði liggur við að setja túrtappa í nefið á mér eins og í myndinni ,,She´s the man"! Halo hehe. Ég er núna aðeins að skána og það fór ekki alveg heill tissjúpakki í tímanum áðan og ekkert smá fegin að ég slapp við að lesa upp í spænskunni.

Jæja ég er að spá í að leggjast fyrir núna, ég er alveg hundslöpp af þessu kvefi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Margrét Finnsdóttir

hehe, ég skil þig með draumana. Mig dreymir oft það sem ég er að gera í daglegu lífi. Láttu þér batna og við sjáumst annað kvöld ;)

Kolbrún Margrét Finnsdóttir, 29.1.2009 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband