Mismunun og ekkert annað!!!

Ég var að skoða heimabankann minn í morgunn og sá þar að tryggingarnar af bílnum eru komnar inn og hljóðar sá reikningur upp á 138.000.- ég var sko ekki sátt og fór beint niður eftir í VÍS og talaði við þá og þeir ætluðu eitthvað að sjá hvað þeir gætu lækkað þetta mikið af því að ég bý hjá pabba og hann er með tryggingar hjá VÍS. 

Ég vissi að tryggingarnar væru búnar að hækka en ekki alveg svona mikið!!! 

Ok svo fór ég niður í Vörð og þar var lægsta tilboðið 130.000.- svo fór ég niður í TM og þar var lægsta 143.000.- en  ég kíkti einnig á elisabet.is og þar gat ég fengið tryggingu fyrir rúmlega 107.000.- hljómar aðeins betur en mér finnst þetta mikil mismunun fyrir einstakling sem er að borga bara tryggingar af bíl og hefur alltaf verið tjónlaus og borgað sína reikninga á réttum tíma að maður skuli ekki fá nema 10% í afslátt. Á meðan systir mín er að borga 106.000 í tryggingar fyrir íbúð, 2 bíla, og eitthvað fullt meira. Það er sko greinilegt að það er ekki mikið hægt að koma á móti manni.

Ég var svo að fá hringingu núna áðan frá VÍS þar sem þeir lækkuðu tryggingarnar í tæplega 115.000.- þannig að ég er að fá sama afslátt og pabbi og ég er að spá í að halda áfram hjá VÍS. Þannig þeir gátu komið aðeins á móts við mig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband